1. maí kaffi á Kaffi Catalina!
group5.jpg

Samfylkingin í Kópavogi fagnar 1. maí með kaffisamsæti í
hliðarsal Catalina í Hamraborg 11, 1. hæð, þar sem Kópavogsapótek var forðum.
Húsið opnar kl. 15.

Guðmundur Andri þingmaður og Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður heiðra samkomuna með ræðum. 
Tónlist, fjöldasöngur og bakkelsi af öllum sortum mun gleðja andann.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Samfylkingin í Kópavogi

Andrea Björk
Málefnafundur í Salaskóla
Salaskoli.jpg

Laugardaginn 17. mars n.k. kl. 10 - 14 verður haldinn í Salaskóla, málefnavinnufundur Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Grasrót Samfylkingarinnar í Kópavogi kemur saman og veltir upp þeim málum sem við eigum að berjast fyrir á næsta kjörtímabili.
Málefnavinnunni verður stýrt svo við fáum sem mest út úr þessum fundi.
Við þurfum að fá öll sjónarmið upp á borðið. Til þess þurfum við þig.

Kveðja
Stjórnin

Aðalfundur Samfylkingarinnar í Kópavogi

Verður haldinn í Hlíðasmára 9, mánudaginn 26. mars n.k. kl. 20

Dagskrá er sem hér segir:

  1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar og nefnda fyrir liðið starfsár eftir því sem við á
  3. Áritaðir reikningar fyrra árs lagðir fram til umræðu og samþykktar
  4. Breytingar á samþykktum
  5. Kjör stjórnar
  6. Kjör félagslegra skoðunarmanna reikninga
  7. Kjör uppstillinganefndar
  8. Kjör í nefndir og ráð á vegum félagsins
  9. Önnur mál.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarsetu eða sem skoðunarmann reikninga eða vilja tilnefna þriðja aðila eru beðnir um að senda póst þar um á netfangið betrikopavogur@gmail.com.
Engar breytingatillögur hafa borist vegna samþykkta félagsins og verða því engar. skv. lið 13.3 í samþykktum félagsins.

13.3 Tillögur að breytingum á samþykktum skulu hafa borist stjórn fyrir 20. janúar og skulu sendar með aðalfundarboði.

Stjórnin

Bæjarmálafundur mánudaginn 12. 3 kl. 20
Bæjarmálafundur.jpg

Bæjarmálafundur Samfylkingarinnar í Kópavogi verður haldinn mánudaginn 12. mars kl. 20.00 að Hlíðarsmára 9. 

Á fundinn mæta nefndarfulltrúar Samfylkingarinnar og gera grein fyrir stöðu mála í  sínum nefndum. Enn fremur fara bæjarfulltrúar yfir stöðu mála í bæjarstjórn. 

 Fundarstjóri er Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi

ALLIR VELKOMNIR, TAKIÐ MEÐ YKKUR GESTI!

 

Félagsfundur með Guðmundi Andra

Þann 12. febrúar kl. 20 verður haldinn félagsfundur í húsnæði Samfylkingarinnar í Kópavogi að Hlíðasmára 9.

Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar kemur til okkar í létt spjall um málefnin á alþingi.

Allir velkomnir, sérstaklega nýir og áhugasamir.

Stjórnin

Bergljót Kristinsdóttir
Bæjarmálafundur og undirbúningur kosninga

Hvar: í Hlíðasmára 9
Hvenær: Mánudagskvöldið 29. janúar n.k. kl. 20

Pétur Hrafn og Ása Richards bæjarfulltrúar okkar munu ræða helstu málefnin sem þau hafa barist fyrir upp á síðkastið.
Í lokin verða umræður um undirbúning kosninga í vor.

Allir að mæta - tökum þátt

Stjórnin

Bergljót Kristinsdóttir
Framboðslisti borinn upp til samþykktar

Í kvöld mánudaginn 15. janúar verður framboðslisti Samfylkingarinnar í Kópavogi borinn upp til samþykktar á félagsfundi. Fundurinn verður haldinn í sal Fornbílaklúbbsins gegnt sal Samfylkingarinnar í Hlíðasmára 9, Kópavogi.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og styðja við starfið.

Stjórnin

Bergljót Kristinsdóttir
Uppstillingarnefnd samþykkt

Á félagsfundi 20. nóvember s.l. var samþykkt tillaga stjórnar um uppstillinganefnd.

Í nefndinni sitja:
Hafsteinn Karlsson, formaður
Gunnar Gylfason
Jónas Már Torfason
Margrét Tryggvadóttir
Sólveig Skaftadóttir
Ýr Gunnlaugsdóttir

Nefndin skal skila af sér tillögu að framboðslista til sveitastjórnarkosninga 2018 á félagsfundi 15. janúar 2018.

Bergljót Kristinsdóttir
Uppstillingarnefnd samþykkt og fjárhagsáætlun Kópavogs

Mánudaginn 20. nóvember n.k. kl. 20 mun Pétur Hrafn oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi segja okkur frá innihaldi fjárhagsáætlunar Kópavogs 2018 sem liggur fyrir bæjarstjórn til samþykktar og hvar okkar áherslur liggja.
Einnig verður lögð fram tillaga stjórnar að uppstillingarnefnd fyrir næstu sveitastjórnarkosningar til samþykktar.

Allir velkomnir
Stjórnin

Bergljót Kristinsdóttir
Ákvörðun um val á framboðslista

Mánudaginn 13. nóvember kl. 20 verður félagsfundur hjá Samfylkingunni í Kópavogi. Fundarefnið er ákvörðun um aðferð við val á framboðlista til næstu sveitastjórnarkosninga. Valið stendur um fjórar aðferðir og verður kosið um þær í leynilegri atkvæðagreiðslu.
Einnig verður auglýst eftir aðilum í kjör/uppstillingarnefnd. Kosið verður um hana á fundi viku síðar.

Skv. lögum félagsins segir svo um val á framboðslista:

Grein 10 Framboð - bæjarstjórn og Alþingi

10.1 Samfylkingin í Kópavogi skal að fengnu samþykki félagsfundar bjóða fram til bæjarstjórnarkosninga í Kópavogi og styðja framboð Samfylkingarinnar til Alþingis. Skal unnið að framboði í samræmi við skuldbindandi reglur Samfylkingarinnar um aðferðir við val á framboðslista.

10.2 Kjörnefnd gengur frá tillögum um framboðslista til sveitarstjórnakosninga sem lagður er fyrir félagsfund til umræðu og samþykktar. Kjörnefnd skal skipuð af félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi í síðasta lagi sex mánuðum fyrir kosningar.

Sjá hér heildarlög Samfylkingarinnar í Kópavogi

Skv. lögum Samfylkingarinnar segir svo um val á framboðslista:

3. Aðferðir við val á framboðslista:

Fjórar leiðir eru í boði við að velja á framboðslista Samfylkingarinnar.

3.1 Flokksval – prófkjör þar sem flokksmenn einir hafa kosningarétt.
3.2 Flokksval – prófkjör þar sem flokksmenn og skráðir stuðningsmenn einir hafa kosningarétt.
3.3 Kjörfundur – kosið á kjörfundi í hvert sæti fyrir sig. Kjörfundur getur verið:

a) Kjördæmisþing eða fundur fulltrúaráðs (þar sem sitja fulltrúar kosnir af aðildarfélögum).
b) Aukið kjördæmisþing eða aukinn fundur fulltrúaráðs (þar sem sitja fulltrúar kosnir af aðilarfélögum og varamenn þeirra).
c) Félagsfundur aðildarfélags.

3.4 Uppstilling – raðað á framboðslista af sérkjörinni uppstillinganefnd. Setja skal uppstillinganefnd starfsreglur og afmarka verksvið hennar.

Lög flokksins má finna hér

Bergljót Kristinsdóttir