Aðventustund með Kristrúnu Frosta

Komdu á aðventustund með Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar.

Eigum saman notalega stund í aðdraganda jóla. Skoðum grunngildi jafnaðarfólks í tengslum
við boðskap jólanna.

Gleðin verður haldin fimmtudaginn 15. desember, kl. 20:00 í sal Siglingafélagsins Ýmis, Naustavör 14, 200 Kópavogi.

Gestgjafi: Samfylkingin í Kópavogi.
Hugvekja: Rannveig Guðmundsdóttir.
Hugleiðing: Kristrún Frostadóttir.

Öll hjartanlega velkomin
á meðan húsrúm leyfir,
það verða veitingar & hátiðarstemmning.

Tengill á Facebook atburðinn

Gunnar Gylfason
Bæjarmálafundur 21. september

Samfylkingin í Kópavogi boðar til bæjarmálafundar miðvikudaginn 21. september kl. 20:00 í Hlíðarsmára 9.

Nefndarfólk og aðrir flokksmenn getað óskað eftir að þau mál sem þeir vilja ræða fari á dagskrá fundarins með því að senda póst á betrikopavogur@gmail.com

Kær kveðja, stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi

Gunnar Gylfason
Ósk um setu á landsfundi Samfylkingarinnar

Kæru Samfylkingarfélagar í Kópavogi

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 28. & 29. október á Grand Hótel Reykjavík.
Landsfundarfulltrúar hafa kosningarétt á landsfundi en til að fá þann rétt er aðildarfélögum skylt að kjósa fulltrúa úr sínum röðum. Kosningar fulltrúa og varafulltrúa á landsfund skulu fara fram á félagsfundi. Ef fleiri eru í kjöri en fulltrúatala segir til um þá skal kosning fara fram leynilega og skriflega.

Tala fulltrúa miðast við tölu fullgildra aðalfélaga eins og hún var samkvæmt flokksskrá 31. desember næstliðins árs. Fyrir 10 félagsmenn sé kjörinn einn fulltrúi og síðan til viðbótar einn fulltrúi fyrir hverja 10 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu sem þó sé eigi minna en einn þriðji. Kjósa skal jafn marga fulltrúa til vara. Samfylkingarfélagið í Kópavogi er því með 104 landsfundarfulltrúa inn á landsfund Samfylkingarinnar.

Skráning á listann er ekki ígildi þess að vera kjörinn landsfundarfulltrúi. Stjórn aðildarfélagsins fer yfir skráningar og leggur endanlegan lista af landfundafulltrúum til kosninga á félagafundi.

Skráningu lýkur 27. september (á miðnætti) og verða tillögur lagðar fram á félagafundi 28. september kl. 20:00 í Hliðarsmára 9.


Dear members in Samfylking in Kopavogi

The National Assembly will be held on October 28 & 29 at the Grand Hotel Reykjavík.

National Assembly representatives have the right to vote at the national assembly, but to get that right, member associations are obliged to elect representatives from their ranks. Elections of representatives and alternate representatives to the National Assembly shall take place at a member meeting. If there are more candidates than the number of representatives indicates, the election must be held secretly and in writing.

The number of representatives is based on the number of full-fledged main members as it was according to the party register on December 31 of the following year. For 10 members, one representative is elected and then in addition one representative is elected for every 10 members or a fraction of that number, which however is not less than one third. An equal number of alternate representatives shall be elected. Samfylkingfélagið in Kopavogur therefore has 104 representative at the National Assembly of Samfylking.

Registration on the list is not equivalent to being an elected representative at the National Assembly. The board of the member association reviews the registrations and submits the final list of National Assembly representatives for election at the association meeting.

Registration ends on 27th of September (at midnight) and proposals will be presented at the membership meeting on 28th of September, 20:00 in Hliðarsmára 9.


Skráning sem landsfundarfulltrúi:

Gunnar Gylfason
Bæjarmálafundur 7. september

Bæjarmálafundir Samfylkingarinnar í Kópavogi verða á nýjum tíma og með aðeins breyttu sniði frá því sem verið hefur síðustu ár.

Fundirnir verða á miðvikudagskvöldum kl. 20:00, kvöldið fyrir bæjarráðsfund og sex dögum fyrir bæjarstjórnarfund.  Fyrsti fundur vetrarins verður miðvikudaginn 7. september í Hlíðarsmára 9, 3. hæð.

Til að gera fundina markvissari eru nefndarmenn og aðrir flokksmenn beðnir um að óska eftir að þau mál sem þeir vilja ræða að fari á dagskrá fundarins með því að senda póst á betrikopavogur@gmail.com

Kær kveðja, stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi

Gunnar Gylfason
Félagsfundur þriðjudaginn 24.maí

Kæra Samfylkingarfólk í Kópavogi


Á þriðjudaginn, 24. maí kl. 20, ætlum við að halda félagafund og fara yfir úrslit kosninga og framtíðina.

Fundurinn verður haldinn í sal Samfylkingarinnar í Kópavogi,
Hlíðarsmára 9. 

Við hvetjum alla Samfylkingarfélaga í Kópavogi til að mæta og ræða málin, frambjóðendur verða á staðnum og taka vel á móti ykkur.  

Verið öll hjartanlega velkomin!

Gunnar Gylfason
Kosningakaffi og kosningavaka Samfylkingarinnar í Kópavogi

Við hvetjum alla til að nýta kosningaréttinn sinn og koma svo í kaffi og kleinu til okkar í Hlíðarsmára 9, 3. hæð og fagna svo með okkur á Catalínu í Hamraborg um kvöldið

Bæði Evróvisjón og kosningasjónvarpið verður varpað á stórt tjald.


Kosningakaffi Samfylkingarinnar í Kópavogi, Hlíðarsmára 9, 3. hæð með lyftu, frá 11-17


Kosningavaka Samfylkingarinnar í Kópavogi, Catalína, Hamraborg, frá 21-23

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Gunnar Gylfason
1. maí kaffi Samfylkingarinnar í Kópavogi

Vegna 1.maí bjóðum við til kaffiboðs og baráttufundar á Catalínu í Hamraborg (austursal) á sunnudaginn frá 15-17. Allir velkomnir.

Þessi dagur og allar þær aðgerðir og andi sem honum hefur fylgt í gegnum tíðina hefur svo sannarlega fært okkur gæfu og velsæld. Hann hefur hreinlega fært okkur það Ísland sem við þekkjum í dag.

1. maí hefur enn mikilvægu hlutverki að gegna, með okkur jafnaðarmönnum. Það hlutverk að koma hugsjóninni um jöfn tækifæri og velsæld fyrir alla í framkvæmd.

Fagnaðu með okkur á laugardag á baráttudegi verkalýðsins.

Kaffiveitingar og baráttuandi á kaffi Catalínu í Hamraborg frá 15-17:00 - allir hjartanlega velkomnir.

Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ heldur eldræðu.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar mætir og heldur tölu.
Kristín Sævarsdóttir okkar, stýrir fundi.

Gunnar Gylfason
Vel heppnaður samstöðurfundur

Samfylkingin í Kópavogi hélt afar heppnaðan samstöðufund miðvikudaginn 27. apríl í Bókasafni Kópavogs. Um 30 manns voru á staðnum, frambjóðendur og stuðningsmenn, kjarninn úr félaginu sem heldur utan um kosningabaráttuna.

Farið var yfir undirbúning baráttunnar og sýnt var kynningarefni sem verður áberandi á lokametrum kosningabaráttunnar. Gestir fundarins voru þær Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður kjördæmisins og Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrum ráðherra og bæjarfulltrúi í Kópavogi um árabil. Mjög góður rómur var gerður að máli þeirra.

Þórunn fjallaði um stjórnmálaástandið á Alþingi sem er eldfimt og var herská í máli. Rannveig fjallaði um mikilvægi jafnaðarstefnunnar, ekki síst á tímum sem nú. Hún brýndi menn til baráttu og hlaut mikið lof fyrir, enda hefur Rannveig sérstakan sess hjá jafnaðarmönnum í Kópavogi. Bergljót Kristinsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar hélt fína lokaræðu og í kjölfarið fóru fundarmenn ánægðir og fullir baráttuvilja út í fallegt vorveðrið, bjartsýnir á gott gengi okkar þann 14. maí.

X-S. Að sjálfsögðu

Gunnar Gylfason
Málefnavinna fyrir kosningarnar 2022

Kæru félagar,

Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarkosningarnar þann 14. maí er kominn í góðan farveg.  Sóknarfærin eru til staðar til að áþreifanlegar breytingar verði á stjórnun Kópavogsbæjar eftir nánast samfellda 30 ára valdasetu helmingaskiptaflokkanna í bænum okkar.  

Þann 5. mars fór fram málefna- og greiningarfundur þar sem þátt tóku 20 manns.  Unnið hefur verið úr niðurstöðum fundarins og stefnuáherslur hafa verið skilgreindar.  Núna ætlum við að vinna markvisst í sex málefnahópum og forsvarsmenn þeirra hópa hafa verið valdir.  

Við þurfum að fá breiða þátttöku í þessum málefnahópum og núna stendur yfir söfnun þátttakenda í hópana.  Við hvetjum alla Samfylkingarfélaga að taka þátt í þessu mikilvæga starfi og skrá sig til þátttöku þar sem hugur þeirra liggur helst. 

Fyrsti fundur í hverjum hóp er ráðgerður í næstu viku - en gert er ráð fyrir a.m.k. tveimur í fundum þar sem sjónarmiðum og efnisatriðum verður safnað saman og þau verða okkar helstu áherslur sem við kynnum rækilega í kosningabaráttunni. 

Frambjóðendur okkar í efstu sætum munu taka virkan þátt í málefnavinnunni en það er algjört lykilatriði fyrir okkur að við fáum sjónarmið okkar dyggustu félagsmanna - þá sem bera starfið uppi -  til að móta þá framtíðarsýn sem við viljum hafa í bænum okkar.

Vinsamlega skoðið viðhengið og þið getið skráð ykkur til leiks með því að senda póst á betrikopavogur@gmail.com og ég kem skilaboðunum áleiðis til kosningarstjórnar og forsvarsmanna málefnahópanna.

Áfram Kópavogur!

Jón Magnús Guðjónsson,

formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi


Gunnar Gylfason
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Kópavogi Samþykktur

Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi í gær var listi flokksins til bæjarstjórnarkosninga samþykktur einróma. 

Ég er afar ánægð með skipan listans sem er skipaður öflugu fólki sem er tilbúið til að vinna af heilindum fyrir íbúa Kópavogs segir Bergljót Kristinsdóttir nýr oddviti listans.  

"Kópavogur er á tímamótum. Kosningarnar í vor eru gríðarlega mikilvægar og tekist er á um grundvallaratriði um framtíð bæjarins. Samfylkingin kemur mjög sterk til kosningabaráttunnar með skýra sýn á hvernig samfélag við viljum byggja upp eftir nánast þriggja áratuga setu helmingaskiptaflokkanna við stjórnun bæjarins. Gildir það um skipulagsmál þar sem horfið er frá verktakaræði en áherslur verða á samráð og íbúalýðræði. Þá munum við efla samstarf við félaga- og íbúasamtök en það hefur lítið farið fyrir slíku hjá núverandi meirihluta. Þá leggjum við áherslu á mennta- og velferðarmál auk umhverfismála í anda klassískrar jafnaðarstefnu sem er leiðarstefið í okkar baráttu" segir Bergljót Kristinsdóttir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi

Listann skipa:

  1. Bergljót Kristinsdóttir Bæjarfulltrúi

  2. Hákon Gunnarsson Rekstrarhagfræðingur

  3. Erlendur Geirdal Rafmagnstæknifræðingur

  4. Donata Bukowska Kennsluráðgjafi

  5. Hildur María Friðriksdóttir Náttúruvársérfræðingur

  6. Þorvar Hafsteinsson Framkvæmdastjóri

  7. Kristín Sævarsdóttir Vörustjóri

  8. Steini Þorvaldsson Rekstrarfræðingur

  9. Margrét Tryggvadóttir Rithöfundur

  10. Sigurður M. Grétarsson Sérfræðingur hjá TR

  11. Alma Martines Sálfræðingur

  12. Tómas Þór Tómasson MBA

  13. Þóra Marteinsdóttir Tónlistarkennari

  14. Freyr Snorrason Sagnfræðingur

  15. Hjördís Erlingsdóttir Þjónustustjóri

  16. Róbert Karol Zakariasson Myndlistarmaður

  17. Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir Laganemi

  18. Pétur Hrafn Sigurðsson Bæjarfulltrúi

  19. Flosi Eiríksson Framkvæmdastjóri SGS

  20. Ýr Gunnlaugsdóttir Viðburðastjóri

  21. Hafsteinn Karlsson Skólastjóri

  22. Rannveig Guðmundsdóttir F.v. ráðherra

Gunnar Gylfason
Niðurstöður í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi

Flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi lauk kl. 16.00 í dag.  Alls tóku 311 þátt í flokksvalinu. Niðurstöður flokksvalsins eru bindandi fyrir fjögur efstu sætin.

 

Féllu atkvæði þannig

Bergljót Kristinsdóttir fékk 160 atkvæði í fyrsta sæti

Hákon Gunnarsson fékk 167 atkvæði í fyrsta til annað sæti

Erlendur Geirdal fékk 187 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti

Donata H. Bukowska fékk 194 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti


Mynd: frá vinstri. Donata Bukowska, Hákon Gunnarsson, Bergljót Kristinsdóttir, Erlendur Geirdal. 

F.h. kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Kópavogi
Pétur Hrafn Sigurðsson 

Gunnar Gylfason
Vilt þú kynnast frambjóðendum í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi betur?

Vilt þú kynnast frambjóðendum í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi betur? 


Næstkomandi þriðjudag, 15. feb. klukkan 20:00 verður haldinn kynningarfundur með frambjóðendum. Fundurinn fer fram á Zoom. Einnig er hægt að kynna sér frambjóðendur á https://xs.is/frambjodendur-i-kopavogi-2022

Flokksvalið fer fram rafrænt 18 og 19. febrúar og nánari upplýsingar má finna á Frambjóðendur í Kópavogi

Zoom hlekkur fyrir fundinn:

Zoom linkur á fundinn

Meeting ID: 831 0153 8046

Passcode: 1234


Kveðja,
Samfylkingin í Kópavogi

Gunnar Gylfason
UPPFÆRT! Aðalfundur Samfylkingarinnar í Kópavogi 21. febrúar 2022

Aðalfundur Samfylkingarinnar í Kópavogi verður haldinn 21. febrúar 2022, kl. 20.

Stefnt er að hafa fundinn rafænann samhliða bæjarmálafundi, linkur verður sendur út síðar.

Samkvæmt lið 4.7 í samþykktum félagsins skal aðalfundur hafa eftirtalda fasta liði:

1. Kjör fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar og nefnda fyrir liðið starfsár eftir því sem við á

3. Áritaðir reikningar fyrra árs lagðir fram til umræðu og samþykktar

4. Breytingar á samþykktum

5. Kjör stjórnar

6. Kjör félagslegra skoðunarmanna reikninga

7. Kjör uppstillinganefndar

8. Kjör í nefndir og ráð á vegum félagsins

9. Önnur mál.

Hér má nálgast samþykktir félagsins

Uppstillingarnefnd skipa:

Kristín Sævarsdóttir
Ýr Gunnlaugsdóttir
Erlendur Geirdal

Tillaga stjórnar að lagabreytingum:

  • Bæta við grein í kafla 5

    • 5.5 Formaður Rannveigar (ungir jafnaðarmenn í Kópavogi) hefur áheyrnaraðild að stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi.

  • Breyting á grein 7

    • Var: 7.4 Bæjarmálafundir eru a.m.k. haldnir á meðan bæjarstjórn starfar. Umsjón með fundunum er í höndum bæjarmálaráðs og skulu þeir vera opnir öllum bæjarbúum.

    • Verður: 7.4 Bæjarmálafundir eru a.m.k. haldnir á meðan bæjarstjórn starfar. Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi sér um skipuleggja framkvæmd þeirra og skulu þeir vera opnir öllum bæjarbúum.

Viljir þú leggja fram tillögu fyrir aðalfund eða gefa kost á þér til sjórnarsetu má senda póst á betrikopavogur@gmail.com til að nálgast uppstillinganefnd eða hafa samband við nefndarmenn beint.

Stjórnin

Bergljót Kristinsdóttir
Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Þökkum fyrir allan stuðninginn á árinu og alla sjálfboðavinnuna í kringum Alþingiskosningarnar. Sú vinna verður seint metin til fjár og er ómetanlegt framlag til stuðnings jafnaðarmennsku á Íslandi.

Jólakveðjur, stjórnin.

Gunnar Gylfason
Logi verður í Kópavogi 6. des. kl. 20 - sjáumst!

Kæri félagi


Logi Einarsson kemur í heimsókn í Kópavoginn, mánudaginn 6. des.
kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn á Catalínu í hjarta Kópavogs (hliðarsalur).

Logi mun fara yfir áherslumál þingflokksins fyrir komandi þing.

Mætum öll og hlustum á okkar mann.

Kveðja, stjórnin.

Gunnar Gylfason
Val á framboðslista hjá Samfylkingunni í Kópavogi

Tekin var ákvörðun um það á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi 22. nóvember s.l. að val á framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnakosningar yrði að fara í uppstillingu með skuldbindandi könnun um þrjú efstu sætin á lista flokksins.  Skráð flokksfólk Samfylkingarinnar í Kópavogi og stuðningsfólk einstaka frambjóðenda geta tekið þátt í könnuninni sem verður rafræn.

Í tillögunni sem samþykkt var eru jöfn kynjahlutföll tryggð í efstu tveimur sætunum en eftir að þriðja sætinu sleppir þá mun Kjörnefndin raða listanum upp eftir reglum Samfylkingarinnar um paralista.

Flokksfólk í Kópavogi mun geta tilnefnt einstaklinga til nýskipaðrar kjörnefndar sem hefur samband við þá sem tilnefndir hafa verið og athugar hug þeirra fyrir því að taka þátt í könnuninni.  Samfylkingin í Kópavogi hvetur alla þá sem áhuga hafa á bæjarmálunum í Kópavogi og aðhyllast hugsjónir jafnaðarfólks að íhuga framboð.

Nánari upplýsingar munu vera auglýstar á fésbókarsíðu Samfylkingarinnar í Kópavogi og á heimasíðu félagsins þegar nær dregur.  Hægt er að hafa samband við kjörnefnd flokksins í gegnum tölvupóstfangið xs.kopavogur.kjornefnd@gmail.com.  Kjörnefndinna skipa Pétur Hrafn Sigurðsson, Erla Dóra Magnúsdóttir, Hafsteinn Karlson, Ýr Gunnlaugsdóttir og Bjórn Þór Rögnvaldsson.

Gunnar Gylfason
Félagsfundur mánudaginn 22. nóv. kl. 20:00

Kæri félagi

Samfylkingin í Kópavogi boðar til félagsfundar mánudaginn 22. nóvember kl. 20:00 og verður hann haldinn á Catalínu í Kópavogi.

Dagskrá:
* Kosning um aðferð til að velja á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir komandi sveitastjórnakosningar 14.maí. Hérna er tillaga stjórnar.

* Kosning Kjörnefndar

Grímuskylda og 1metra fjarlægðarmörk. 
Spritt á staðnum. 

Kveðja stjórnin.

Gunnar Gylfason
Rafrænn 1. maí í boði Samfylkingafélagsins í Reykjavík

Því miður falla öll hátíðarhöld niður 1.maí vegna samgöngutakmarkana en í staðinn viljum við minna á rafrænan viðburð sem Samfylkingarfélagið í Reykjavík mun halda n.k. laugardag, 1. maí kl.14:00.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mun vera með hugvekju og Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, mun stýra dagskrá.

Dagskrá:

- Lilja Valdimarsdóttir spilar fyrir okkur Alþjóðasöng verkalýðsins, Internasjónalinn, á franskt horn.

- Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, flytur 1. maí ávarp.

- Spjall og söngur með Svavari Knúti.

- Lóa sér um grínið og verður með uppistand.

- Lilja Valdimarsdóttir kveður svo áhorfendur með ljúfum sumartónum.

Sjáumst 1. maí kl. 14:00. Hérna er tengill á viðburðinn á Facebook.

Gunnar Gylfason
Aðalfundur Húsfélags Samfylkingarinnar í Kópavogi

Ágæti félagi

Aðalfundur Húsfélags Samfylkingarinnar í Kópavogi verður haldinn mánudaginn 29. mars kl. 20 í Hlíðasmára 9. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Stjórn Húsfélags Samfylkingarinnar í Kópavogi skipa:

Steingrímur Steingrímsson formaður
Ýr Gunnlaugsdóttir gjaldkeri
Stefán Ólafsson ritari
 

Allir félagsmenn Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa rétt til fundarsetu en vegna takmarkana á samkomuhaldi og kröfum um fjarlægð milli fundargesta eru þau sem hyggjast sitja fundinn beðin að staðfesta það með því að senda tölvupóst á betrikopavogur@gmail.com a.m.k. viku fyrir fundardag.

Gunnar Gylfason