Rafrænn 1. maí í boði Samfylkingafélagsins í Reykjavík

Því miður falla öll hátíðarhöld niður 1.maí vegna samgöngutakmarkana en í staðinn viljum við minna á rafrænan viðburð sem Samfylkingarfélagið í Reykjavík mun halda n.k. laugardag, 1. maí kl.14:00.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mun vera með hugvekju og Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, mun stýra dagskrá.

Dagskrá:

- Lilja Valdimarsdóttir spilar fyrir okkur Alþjóðasöng verkalýðsins, Internasjónalinn, á franskt horn.

- Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, flytur 1. maí ávarp.

- Spjall og söngur með Svavari Knúti.

- Lóa sér um grínið og verður með uppistand.

- Lilja Valdimarsdóttir kveður svo áhorfendur með ljúfum sumartónum.

Sjáumst 1. maí kl. 14:00. Hérna er tengill á viðburðinn á Facebook.

Gunnar Gylfason