Helstu málin okkar

Hér finnur þú lista yfir okkar helstu áherslumál. Undir valliðnum Málefnin efst á síðunni er að finna heildarútgáfu málefnaskráar Samfylkingarinnar 2022 - 2026.

Velferð 

  • Húsnæði fyrir alla  

    • Fjölgum félagslegum íbúðum í bænum og styttum biðlista eftir félagslegu húsnæði 

    •  Úthlutum a.m.k. 20% af lóðum í eigu Kópavogs til óhagnaðardrifinna félaga til uppbyggingar á leiguíbúðum, námsmannaíbúðum, fyrstu kaupendaíbúðum og til samvinnuverkefna  

  • Aldraðir 

    • Samþættum þjónustu ríkis og bæjar á eina hendi og eitt símanúmer 

    • Setjum upp málastjóra fyrir aldraða 

    • Fjölgum dagvistunarplássum fyrir eldri borgara  

  • Fólk með fötlun

    • Bætum aðgengi fatlaðra barna að skammtímavistun 

    • Fjölgum sértækum vinnuúrræðum og störfum með stuðningi 

    • Tryggjum frístund fyrir fatlaða framhaldsskólanema  

  • Kópavogsbúar af erlendum uppruna 

    • Bætum upplýsingagjöf og aðgengi að samfélaginu og mætum þörfum fólks

    • Leitum eftir samráði við íbúa af erlendum uppruna við mótun stefnu og aðgerðaáætlana um málefni sem varða þá sérstaklega 

  • Fólk sem býr við fátækt

    • Notendaráð fyrir notendur fjárhagsaðstoðar og fólks í félagslegum vanda

    • Liðveisla fyrir fólk á langtíma fjárhagsaðstoð, til að rjúfa einangrun og styðja við virkni

    • Starfsþjálfun fyrir fólk á langtímafjárhagsaðstoð

    • Búsetuúrræði fyrir fólk í fíknivanda í samstarfi við önnur sveitarfélög

Málefni barna

  • Snemmtæk íhlutun

    • Uppeldisnámskeið fyrir foreldra og ýmis færninámskeið fyrir börn í vanlíðan

    • Fjölga úrræðum fyrir börn og ungmenni með sértækan vanda

    • Koma upp skammtímavistun fyrir börn

    • Jafna aðstöðumun búsetu, - og lögheimilisforeldra

Menntun 

  • Leikskólar 

    • Leikskóli taki við að loknu fæðingarorlofi 

    • Fjölgum leikskólaplássum – Í 8 ár hefur ekki verið byggður leikskóli í Kópavogi 

    • Bætum vinnuumhverfi starfsfólks og barna í leikskólum til jafns við grunnskóla 

    • Mörkum stefnu að því að leikskólinn verði gjaldfrjálst fyrsta skólastig barna 

  • Grunnskólar 

    • Mætum fjölbreyttum þörfum nemenda og bjóðum upp á heimanámsaðstoð við alla grunnskólana og fjölgum tækifærum til íslenskunáms fyrir nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn 

    • Tryggjum aukna þjónustu félagsráðgjafa, þroskaþjálfa talmeinafræðinga og sálfræðinga og beitum snemmtækri íhlutun þegar þörf er á  

    • Bjóðum upp á sumarfrístund fyrir öll börn  

  • Íþróttir og lýðheilsa 

    • Hækkum íþrótta- og tómstundastyrk til barna og unglinga í Kópavogi 

    • Hefjum víðtæka stefnumótun með íþróttafélögunum, með lýðheilsu og aðgengi allra barna og unglinga í bænum að íþrótta- og tómstundastarfi að markmiði 

    • Byggjum upp alþjóðlega viðurkenndan knattspyrnuleikvang 

    • Gefum íþróttafélögunum aukið ákvörðunarvald, t.a.m. um úthlutun æfingatíma í íþróttahúsunum 

Umhverfi 

  • Skipulag 

    • Tryggjum að Kópavogsbær noti skipulagsvald sitt að fullu og íbúar hafi tækifæri til áhrifa. 

    • Höfum umhverfissjónarmið, loftslagsáhrif og lýðheilsu til hliðsjónar við allt skipulag hjá Kópavogsbæ 

    • Fjölgum göngu- og hjólastígum og sjáum til þess að þeir séu færir á vetrum 

  • Endurvinnsla 

    • Gerum átak í flokkun sorps með góðri kynningu á komandi fyrirkomulagi  

    • Hvetjum íbúa til nýtingar og endurvinnslu í anda hringrásarhagkerfisins 

  • Loftslag 

    • Styðjum við vistvæna samgönguhætti og tryggjum að nemendur að 18 ára aldri fái ókeypis í strætó 

    • Gerum kolefnisbókhald fyrir bæinn og hvetjum bæjarbúa til að binda kolefni til jafns við það sem er losað með plöntun trjáa í upplandi bæjarins 

    • Mörkum stefnu í rafhleðslumálum, gerum áætlun um uppbyggingu hleðslustöðva í bæjarlandinu til hagsbóta fyrir alla

Íbúalýðræði 

  • Samráð við íbúa 

    • Aukum samtal við íbúa og gefum þeim kost á að taka þátt í stærri skipulagsákvörðunum m.a. með íbúakosningum snemma í ákvörðunarferlinu 

    • Bætum samskipti íbúa við bæjaryfirvöld og svörum erindum þeirra skilyrðislaust 

    • Stofnum embætti umboðsmanns Kópavogsbúa    

Fjármál og stjórnsýsla 

  • Þróunarsvið 

    • Setjum upp nýtt stoðsvið fyrir þróun og framtíðarsýn 

    • Heldur um ímyndar- og markaðsmál, atvinnumál, lýðheilsu og íbúalýðræði 

    • Markar framtíðarsýn, útvegar spár og upplýsingar fyrir önnur svið bæjarins 

  • Starfsemi gæðastjórnunar og persónuverndar 

    • Aukum sjálfstæði gæðastjórnunar og persónuverndar og færum í skipuriti undir embætti bæjarstjóra 

  • Ábyrg eignaumsýsla 

    • Vöndum vinnubrögð og gætum hagsmuna bæjarins þegar eignir eru seldar 

    • Sinnum eftirliti og viðhaldi mannvirkja af ábyrgð  

Samstarf á höfuðborgarsvæðinu 

  • Umhverfismál 

    • Aukum samræmingu í umhverfismálum 

  • Skipulagsmál 

    • Styðjum við gerð húsnæðissáttmála höfuðborgarsvæðisins til lengri tíma 

  • Velferðarmál 

    • Aukum samvinnu um félagsleg úrræði þvert á sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins