Ábyrgð í fjármálum.

Samfylkingin vill sýna ábyrgð og ráðdeild í rekstri Kópavogsbæjar. Mikilvægt er að rekstur Kópavogsbæjar sé í jafnvægi og sé sjálfbær. Skuldastaða Kópavogsbæjar hefur batnað þrátt fyrir að skuldir hafi ekki lækkað. Skýrist það af því að tekjur bæjarins hafa vaxið með auknum fjölda íbúa og auknum tekjum vegna útsvars og fasteignaskatta.

 

Skuldastaða Kópavogsbæjar er áhyggjuefni, en eftir nánast 28 ára samfellda stjórn Sjálfstæðisflokksins skuldar Kópavogsbær 43 milljarða króna. Verðbólgan má ekki vaxa mikið til að allur rekstrarafgangur bæjarins hverfi í greiðslur á vöxtum og verðbótum.

 

Það er því áhersluatriði að Kópavogsbær safni ekki frekari skuldum heldur stefni að því að greiða niður skuldir bæjarins eins hratt og mögulegt er.