Nútímavæðum Kópavog

Kópavogur er á tímamótum. Á árunum 1948-1960 var samfélag frumbyggja i Kópavogi þar sem fyrstu íbúarnir reistu heimili sín og lögðu grunn að bænum okkar. 1960-1990 varð Kópavogur þekktur sem „félagsmálabærinn“. Áherslan var á grunnmenntun og velferðarmál. Samfélagið frá 1990 til dagsins í dag hefur einkennst af vexti og fólksfjölgun. Land hefur verið numið í austurátt og núna eru íbúarnir tæplega 40.000 talsins. Tíundi hver Íslendingur er Kópavogsbúi. Kópavogsbær á orðið minna land en áður til skipulagningar og ný verkefni blasa alls staðar við.

Nútímavæðing Kópavogs kemur inn á alla þætti í rekstri bæjarfélagsins. Samfylkingin hefur sterka framtíðarsýn fyrir Kópavog á öllum sviðum sem snerta rekstur bæjarins.

Við höfum að leiðarljósi hugsjónir jafnaðarstefnu og íbúalýðræðis.

Skoðaðu stuttu útgáfuna

 

Húsnæði fyrir alla tekjuhópa

Eitt af lykilbaráttumálum Samfylkingarinnar varðar húsnæðismálin. Þar er stefna okkar skýr.

Fólki á vinnumarkaði er skipt í 10 tekjuhópa. Fjórir neðstu tekjuhóparnir eiga litla möguleika á að verða sér úti um öruggt húsnæði í Kópavogi. Neðstu tveir falla innan félagslega kerfisins og þar er langur biðlisti en næstu tveimur hópunum eru ekki boðnar neinar bjargir hjá Kópabogsbæ. Breytum því.

Skoða nánar

 

IMG_8680.jpg
 
tennis.jpg

Brúum bilið fyrir barnafólk

Brúa þarf bilið milli fæðingarorlofs og leikskólans þannig að öll börn fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þarf að virka sem slíkur. 

Í Kópavogi hefur ekki verið byggður nýr leikskóli í átta ár og enginn í sjónmáli næstu 2 árin. Það er óásættanlegt. Við í Samfylkingunni viljum markvisst útrýma biðlistum vegna dagvistunarúrræða og gera langtímaáætlun í þá veru.

Við viljum bæta kjör og starfsumhverfi starfsfólks í leikskólum Kópavogsbæjar og stytta vinnuvikuna. Einnig þarf að byggja ungbarnadeildir við leikskóla bæjarins. 

Skoða nánar →

 

 

Snjall og grænn Kópavogur

Við viljum grænni Kópavog og snjallari lausnir í samgöngumálum, sorpmálum og rafbílamálum.

Samfylkingin fékk samþykkt að tekið var frá svæði í upplandi Kópavogs til skógræktar fyrir þau fyrirtæki og almenning sem vilja kolefnisjafna líf sitt. Nú þurfum við að koma því í framkvæmd.

Skoða nánar →

 

IMG_8730-Edit.jpg
 
IMG_8692.jpg

Útrýmum fátækt í Kópavogi

Við viljum ráðast gegn fátækt en leiða má líkum að  því að um um 5- 10% bæjarbúa búi við fátækt. Ein meginástæða fátæktar er skortur á húsnæði og því mikilvægt að fjölga félagslegum íbúðum.

Aðrar ástæður eru fjölmargar, svo sem áföll, örorka, fíknisjúkdómar, starfsmissir og það að alast upp við slæmar félagslegar aðstæður. Talsverður fjöldi Kópavogsbúa lifir eingöngu á fjárhagsaðstoð frá Kópavogsbæ og reynist mörgum erfitt að komast úr þeim vítahring. Það er mikilvægt að vinna með öllum ráðum gegn fátækt og jaðarsetningu fólks á langtíma fjárhagsaðstoð.

Koma þarf á laggirnar liðveislu fyrir fólk á langtíma fjárhagsaðstoð, til að rjúfa einangrun og styðja við virkni.

Leggja skal mikla áherslu á starfsþjálfun fyrir fólk á fjárhagsaðstoð í stofnunum Kópavogsbæjar og í samstarfi við fyrirtæki. Kópavogur, sem stærsti vinnustaður bæjarins þarf að ganga á undan með góðu fordæmi.

Auka á valdeflingu og samráð við notendur fjárhagsaðstoðar með því að setja á laggirnar notendaráð.

Koma á búsetuúrræði fyrir fólk í fíknivanda í samstarfi við önnur sveitarfélög.

Auk þess vill Samfylkingin efla forvarnir og tryggja þjónustu við þá sem þess þurfa í baráttunni við fátækt. Einn liður í því er að hækka íþrótta- og tómstundastyrk upp í 80.000 krónur á ári fyrir efnaminni fjölskyldur.

Skoða nánar →

 

Fleiri málefni