Vel heppnaður samstöðurfundur

Samfylkingin í Kópavogi hélt afar heppnaðan samstöðufund miðvikudaginn 27. apríl í Bókasafni Kópavogs. Um 30 manns voru á staðnum, frambjóðendur og stuðningsmenn, kjarninn úr félaginu sem heldur utan um kosningabaráttuna.

Farið var yfir undirbúning baráttunnar og sýnt var kynningarefni sem verður áberandi á lokametrum kosningabaráttunnar. Gestir fundarins voru þær Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður kjördæmisins og Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrum ráðherra og bæjarfulltrúi í Kópavogi um árabil. Mjög góður rómur var gerður að máli þeirra.

Þórunn fjallaði um stjórnmálaástandið á Alþingi sem er eldfimt og var herská í máli. Rannveig fjallaði um mikilvægi jafnaðarstefnunnar, ekki síst á tímum sem nú. Hún brýndi menn til baráttu og hlaut mikið lof fyrir, enda hefur Rannveig sérstakan sess hjá jafnaðarmönnum í Kópavogi. Bergljót Kristinsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar hélt fína lokaræðu og í kjölfarið fóru fundarmenn ánægðir og fullir baráttuvilja út í fallegt vorveðrið, bjartsýnir á gott gengi okkar þann 14. maí.

X-S. Að sjálfsögðu

Gunnar Gylfason