Málefnavinna fyrir kosningarnar 2022

Kæru félagar,

Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarkosningarnar þann 14. maí er kominn í góðan farveg.  Sóknarfærin eru til staðar til að áþreifanlegar breytingar verði á stjórnun Kópavogsbæjar eftir nánast samfellda 30 ára valdasetu helmingaskiptaflokkanna í bænum okkar.  

Þann 5. mars fór fram málefna- og greiningarfundur þar sem þátt tóku 20 manns.  Unnið hefur verið úr niðurstöðum fundarins og stefnuáherslur hafa verið skilgreindar.  Núna ætlum við að vinna markvisst í sex málefnahópum og forsvarsmenn þeirra hópa hafa verið valdir.  

Við þurfum að fá breiða þátttöku í þessum málefnahópum og núna stendur yfir söfnun þátttakenda í hópana.  Við hvetjum alla Samfylkingarfélaga að taka þátt í þessu mikilvæga starfi og skrá sig til þátttöku þar sem hugur þeirra liggur helst. 

Fyrsti fundur í hverjum hóp er ráðgerður í næstu viku - en gert er ráð fyrir a.m.k. tveimur í fundum þar sem sjónarmiðum og efnisatriðum verður safnað saman og þau verða okkar helstu áherslur sem við kynnum rækilega í kosningabaráttunni. 

Frambjóðendur okkar í efstu sætum munu taka virkan þátt í málefnavinnunni en það er algjört lykilatriði fyrir okkur að við fáum sjónarmið okkar dyggustu félagsmanna - þá sem bera starfið uppi -  til að móta þá framtíðarsýn sem við viljum hafa í bænum okkar.

Vinsamlega skoðið viðhengið og þið getið skráð ykkur til leiks með því að senda póst á betrikopavogur@gmail.com og ég kem skilaboðunum áleiðis til kosningarstjórnar og forsvarsmanna málefnahópanna.

Áfram Kópavogur!

Jón Magnús Guðjónsson,

formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi


Gunnar Gylfason