Val á framboðslista hjá Samfylkingunni í Kópavogi

Tekin var ákvörðun um það á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi 22. nóvember s.l. að val á framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnakosningar yrði að fara í uppstillingu með skuldbindandi könnun um þrjú efstu sætin á lista flokksins.  Skráð flokksfólk Samfylkingarinnar í Kópavogi og stuðningsfólk einstaka frambjóðenda geta tekið þátt í könnuninni sem verður rafræn.

Í tillögunni sem samþykkt var eru jöfn kynjahlutföll tryggð í efstu tveimur sætunum en eftir að þriðja sætinu sleppir þá mun Kjörnefndin raða listanum upp eftir reglum Samfylkingarinnar um paralista.

Flokksfólk í Kópavogi mun geta tilnefnt einstaklinga til nýskipaðrar kjörnefndar sem hefur samband við þá sem tilnefndir hafa verið og athugar hug þeirra fyrir því að taka þátt í könnuninni.  Samfylkingin í Kópavogi hvetur alla þá sem áhuga hafa á bæjarmálunum í Kópavogi og aðhyllast hugsjónir jafnaðarfólks að íhuga framboð.

Nánari upplýsingar munu vera auglýstar á fésbókarsíðu Samfylkingarinnar í Kópavogi og á heimasíðu félagsins þegar nær dregur.  Hægt er að hafa samband við kjörnefnd flokksins í gegnum tölvupóstfangið xs.kopavogur.kjornefnd@gmail.com.  Kjörnefndinna skipa Pétur Hrafn Sigurðsson, Erla Dóra Magnúsdóttir, Hafsteinn Karlson, Ýr Gunnlaugsdóttir og Bjórn Þór Rögnvaldsson.

Gunnar Gylfason