Ákvörðun um val á framboðslista

Mánudaginn 13. nóvember kl. 20 verður félagsfundur hjá Samfylkingunni í Kópavogi. Fundarefnið er ákvörðun um aðferð við val á framboðlista til næstu sveitastjórnarkosninga. Valið stendur um fjórar aðferðir og verður kosið um þær í leynilegri atkvæðagreiðslu.
Einnig verður auglýst eftir aðilum í kjör/uppstillingarnefnd. Kosið verður um hana á fundi viku síðar.

Skv. lögum félagsins segir svo um val á framboðslista:

Grein 10 Framboð - bæjarstjórn og Alþingi

10.1 Samfylkingin í Kópavogi skal að fengnu samþykki félagsfundar bjóða fram til bæjarstjórnarkosninga í Kópavogi og styðja framboð Samfylkingarinnar til Alþingis. Skal unnið að framboði í samræmi við skuldbindandi reglur Samfylkingarinnar um aðferðir við val á framboðslista.

10.2 Kjörnefnd gengur frá tillögum um framboðslista til sveitarstjórnakosninga sem lagður er fyrir félagsfund til umræðu og samþykktar. Kjörnefnd skal skipuð af félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi í síðasta lagi sex mánuðum fyrir kosningar.

Sjá hér heildarlög Samfylkingarinnar í Kópavogi

Skv. lögum Samfylkingarinnar segir svo um val á framboðslista:

3. Aðferðir við val á framboðslista:

Fjórar leiðir eru í boði við að velja á framboðslista Samfylkingarinnar.

3.1 Flokksval – prófkjör þar sem flokksmenn einir hafa kosningarétt.
3.2 Flokksval – prófkjör þar sem flokksmenn og skráðir stuðningsmenn einir hafa kosningarétt.
3.3 Kjörfundur – kosið á kjörfundi í hvert sæti fyrir sig. Kjörfundur getur verið:

a) Kjördæmisþing eða fundur fulltrúaráðs (þar sem sitja fulltrúar kosnir af aðildarfélögum).
b) Aukið kjördæmisþing eða aukinn fundur fulltrúaráðs (þar sem sitja fulltrúar kosnir af aðilarfélögum og varamenn þeirra).
c) Félagsfundur aðildarfélags.

3.4 Uppstilling – raðað á framboðslista af sérkjörinni uppstillinganefnd. Setja skal uppstillinganefnd starfsreglur og afmarka verksvið hennar.

Lög flokksins má finna hér

Bergljót Kristinsdóttir