Málefnafundur í Salaskóla

Salaskoli.jpg

Laugardaginn 17. mars n.k. kl. 10 - 14 verður haldinn í Salaskóla, málefnavinnufundur Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Grasrót Samfylkingarinnar í Kópavogi kemur saman og veltir upp þeim málum sem við eigum að berjast fyrir á næsta kjörtímabili.
Málefnavinnunni verður stýrt svo við fáum sem mest út úr þessum fundi.
Við þurfum að fá öll sjónarmið upp á borðið. Til þess þurfum við þig.

Kveðja
Stjórnin