Viðhald íþróttamannvirkja

Kolsvört skýrsla um ástand íþróttamannvirkja í Kópavogi var lögð fram í bæjarstjórn Kópavogs. Ljóst er að viðhaldi íþróttamannvirkja í Kópavogi hefur verið stórlega ábótavant þrátt fyrir góðæri í rekstri bæjarins. Nokkur dæmi úr skýrslunni eru:

Kópavogslaug: Í gufubaði er sveppur kominn inn á milli í hleðslugleri. Útfellingar úr fúgum í glerinu eru orðnar miklar og glerið því orðið mjög sóðalegt.

Snælandsskóli: Húsið er rekið með bráðabirgðastarfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu þar sem loka hefur þurft búningsklefum vegna þess að þeir standast ekki skoðun heilbrigðiseftirlits.

Íþróttahúsið Digranesi: Komin er tími á að endurnýja stúkuna. Körfur vantar í salinn fyrir kennslu. Endurnýja þarf hljóðkerfi sem er nær ónýtt. Rimlar sem farnir eru að skapa slysahættu og þarf að laga þá. Þak hússins lekur. Skipta þarf um gólfefni þegar gert hefur verið við þakið.

Íþróttahúsið Smárinn: Stúkan er orðin mjög léleg og þarfnast endurnýjunar en mjög erfitt er orðið að draga hana fram.

Íþróttahúsið Kórnum: Parketið hefur verið að dragast saman, rifur að myndast og á einhverjum stöðum farið að verpast upp. Koma þarf upp rakabæti í húsinu. Fullkomið hljóðkerfi er í íþróttasalnum en eftir á að ganga frá uppsetningu, ýmsum lögnum og tengingum. Í húsinu er lítil bráðabirgðar marka- og tímatafla en huga þarf að því að skipta henni út í nýja fullkomna þegar húsið verður keppnishæft. Í íþróttasalinn vantar alla áhorfendaaðstöðu og því geta hvorki leikir í efstu deildum Íslandsmóts né viðburðir sem kalla á áhorfendaaðstöðu farið fram í salnum.

Íþróttahúsið Fagralundi: Upphaflegt Parket í íþróttasal var slípað upp og lakkað 2016 og einnig gólf í danssal/félagsaðstöðu. Parketið í íþróttasal hefur verið að dragast saman, rifur að myndast og á einhverjum stöðum farið að verpast upp. Koma þarf upp rakabæti í húsinu. Borið hefur á leka í þaki.

Smárahvammsvöllur: Völlurinn er illa undirbyggður og því mjög ósléttur og oft erfiður viðureignar á vorinn. Völlurinn drenar sig ekki vel og því situr oft tölvuverð bleyta í honum í rigningatíð.

Kópavogsvöllur: Völlurinn er í dag ekki keppnishæfur fyrir stærri mót í frjálsum.Gamla stúkan er orðin mjög illa farin og taka þarf ákvörðun um hvort eigi að rífa hana eða fara í dýrar viðhaldsframkvæmdir. Einnig er orðið mjög brýnt að byggja nýja véla- og tækjaskemmu á svæðinu fyrir rekstur íþróttavalla í Kópavogi. Ekkert talað um hitakerfið undir vellinum í skýrslunni, en síðustu fréttir segja það ónýtt.

Fagrilundur:  Á nokkrum svæðum eru vellirnir ójafnir eða hæðóttir. Ástand valla er almennt gott utan þeirra svæða sem eru ójöfnur. Brýn þörf er orðin á að endurnýja strandblaksvellina en þeir eru nánast orðnir ókeppnisfærir. Aðalega vantar sand í vellina en hugmyndir eru einnig uppi um að færa þá og bæta við velli/völlum. Gervigrasvöllurinn í Fagralundi er ónýtur

Kórinn: Gervigrasvöllurinnn í Kórnum var lagður árið 2009. Undir vellinum eru hitalagnir en þær eru ótengdar. Einnig vantar flóðlýsingu á völlinn og er hann því nánast ónothæfur yfir vetrarmánuðina.

Önnur mannvirki

Verið er að vinna að skýrslu um viðhaldsþörf annara mannvirkja í eigu Kópavogsbæjar og bendir magt til þess að hún verði enn svartari.  Skemmst er að minnast ástandsins á Kársnesskóla sem verður að rífa. Beiðni kom fram um skýrsluna við gerð síðustu fjárhagsáætlunar í október og verður áhugavert að sjá hvort hún komi fram fyrir kosningar. Það kæmi ekki á óvart ef vinnan við skýrsluna myndi tefjast eitthvað.

Samfylkingin leggur áherslu á að sinna viðhaldi á eignum bæjarins.

Vertu samfó á næsta kjörtímabili.

Pétur Hrafn Sigurðsson
Oddviti Samfylkingarinnar