Vel heppnað kaffiboð á 1. maí

Degi verkalýðsins var fagnað með kaffihlaðborði í boði Samfylkingarinnar í Kópavogi á Cafe Catalina. Mikil stemming var og fjöldi gesta kom og hlýddi á ræðumenn dagsins og fengu sér veitingar.

Pétur Hrafn oddviti bauð gesti velkomna, Guðmundur Andri þingmaður okkar talaði um nauðsyn þess að halda baráttunni lifandi og Donata Bukowska varabæjarfulltrúi og sérfræðingur í málefnum barna með annað móðurmál í grunnskólum Kópavogs talaði um kjör erlendra verkamanna. Tónlistarfólkið Jónas Orri og Hrafnhildur Magnea (Raven) fluttu fallega tónlist undir borðum. Gestir og tónlistarfólk sungu að lokum saman Maístjörnuna í tilefni dagsins sem var bjartur og fagur.

Við þökkum öllum sem lögðu hönd á plóg og gestum fyrir komuna.

Kveðja

Stjórnin