Við gefum taupoka

Eitt af stefnumálum Samfylkingarinnar í Kópavogi er plastpokalaus Kópavogur. Við viljum stefna að því að verslanir í Kópavogi hætti alfarið að nota plastburðarpoka.Til að minna á þetta mikilvæga mál höfum við verið á vappi við verslanir og gefið taupoka til að minna á þetta stefnumál okkar. Viðtakendur hafa verið afar þakklátir enda flottir pokar.