Kosningakaffi og kosningavaka

Á kjördag 26. maí bíður Samfylkingin í Kópavogi til kosningakaffis í Harmraborg 11, austursal Cafe Catalina. Að venju verður standandi veisluborð og frambjóðendur á vappi til að heilsa upp á gesti á milli kl. 14 og 17.

Um kvöldið breytum við um gír og höldum kosningavöku á sama stað frá kl. 21.30. Við fylgjumst saman með úrslitum kosninga og um miðnættið tekur við hörku ball fyrir alla þá sem verða í stuði.

Sjáumst hress

frambjóðendur Samfylkingarinnar í Kópavogi