Húsnæði fyrir alla þjóðfélagshópa

Við viljum tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis í Kópavogi. Ungt fólk á ekki að þurfa að flytja úr Kópavogi til að koma sér upp heimili. Kópavogsbær á að sjá til þess að nægilegt framboð sé af húsnæði fyrir námsmenn, leigjendur, eldri borgara og þá sem þurfa á félagslegum stuðningi að halda. 

Skoða nánar →

 

IMG_8680.jpg
 
tennis.jpg

Brúum bilið fyrir barnafólk

Brúa þarf bilið milli fæðingarorlofs og leikskólans þannig að öll börn fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. 

Yfir 100 leikskólapláss standa auð í Kópavogi vegna manneklu. Þessu þarf að breyta. Við viljum bæta kjör og starfsumhverfi starfsfólks í leikskólum Kópavogsbæjar og stytta vinnuvikuna. Einnig þarf að byggja ungbarnadeildir við leikskóla bæjarins. 

Skoða nánar →

 

 

Snjall og grænn Kópavogur

Við viljum grænni Kópavog, plastpokalausan Kópavog í samvinnu við verslanir, snjallari Kópavog með lausnir í ferðamálum, sorpmálum ofl. og við viljum bæta þjónustu við eldri borgara þannig að það verði gott að eldast í Kópavogi.

Skoða nánar →

 

IMG_8730-Edit.jpg
 
IMG_8692.jpg

Útrýmum fátækt í Kópavogi

Við viljum ráðast gegn fátækt en leiða má líkum að  því að um 600 börn búi við fátækt í Kópavogi, samkvæmt skilgreiningum í skýrslu UNICEF. Ein meginástæða fátæktar er skortur á húsnæði og því mikilvægt að fjölga félagslegum íbúðum.

Auk þess vill Samfylkingin efla forvarnir og tryggja þjónustu við þá sem þess þurfa í baráttunni við fátækt. Einn liður í því er að hækka íþrótta- og tómstundastyrk upp í 80.000 krónur á ári.

Skoða nánar →

 

Fleiri málefni