Við viljum virkt, beint lýðræði.

Lýðræði og virkt samráð á að vera einn af hornsteinunum í stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Hafa skal samráð við íbúa og félagasamtök í ákvarðanatöku þannig að sjónarmið íbúa og hagsmunaaðila komi til álita við afgreiðslu mála. Kópavogur á að vera leiðandi sveitarfélag þegar kemur að beinu lýðræði íbúanna. Mannréttindi, jöfnuður og jafnrétti á að vera leiðarljósið í stjórnsýslu Kópavogsbæjar.

Skref okkar í átt að gagnsærra, réttlátara samfélags:

 • Auka gegnsæi í stjórnsýslu Kópavogsbæjar og auka íbúalýðræði.

 • Heimila að 2% af kosningabærum íbúum geti krafist borgarafundar um tiltekið málefni.

 • Skylt verði að skrá hagsmunatengsl bæjarfulltrúa á sama hátt og gert er hjá alþingismönnum og birta á heimasíðu bæjarins.

 • Kynna Kópavogsbæ, stofnanir og þjónustu sem er til boða fyrir öllum nýjum íbúum bæjarins þegar þeir flytja í bæinn.

 • Upplýsingar í íbúagátt verði á nokkrum tungumálum.

 • Setja á laggirnar fjölmenningarráð sem verði til samráðs um málefni borgara af erlendu bergi.

 • Setja á laggirnar notendaráð fyrir fatlaða um málefni þeirra.

 • Halda íbúafundi á vegum bæjarins á hverju ári í öllum hverfum.

 • Fylgja jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar og efla starf jafnréttisfulltrúa Kópavogsbæjar.

 • Auka jafnrétti kynjanna í stjórnun bæjarins með markvissri fjölgun kvenna í stjórnunarstöðum, og gæta þess að í nefndum og ráðum bæjarins verði ávallt 40% nefndarmanna af hvoru  kyni.

 • Nota kynjaða fjárhags- og starfsáætlun til að stuðla að auknu jafnrétti og betri nýtingu fjármuna.

 • Gera verklagsreglur um viðbrögð hjá bænum og stofnunum hans við kynbundnu áreiti og ofbeldi og kynferðislegu áreiti og ofbeldi.